Um Basarinn

Basarinn er nytjamarkaður sem rekinn er af Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga, Kristniboðssambandinu. Á Basarnum eru til sölu ýmsir munir úr búi fólks, svo sem bækur, plötur, geisladiskar, myndbönd- og mynddiskar, fatnaður, málverk, leikföng, lampar, skrautmunir, eldhúsáhöld, borðbúnaður og svo framvegis. Einnig eru þar minni húsgögn, raftæki og vel með farinn fatnaður. Allur ágóði af sölunni á Basarnum rennur til starfs SÍK.


Opnunartími

Virka daga kl. 11:00-18:00

Tekið er við vörum á opnunartíma.

Staðsetning

Basarinn er staðsettur í Austurveri, Háaleitisbraut 68

Sími: 562 6700